Tapaðir pistlar endurheimtir

Eftir að hafa farið í gegnum þær hremmingar að um fjörutíu pistlar töpuðust af heimasíðunni snemma í mánuðinum, og fyrirtækið sem hýsir hana lýst því yfir að ekki væru möguleikar á að endurheimta þá, var nú sálartetrið heldur dapurt um nokkurt skeið. Við athugun reyndust flestir pistlarnir þó vera til í einkatölvunni, þar sem pistlahöfundur gerir jafnan uppkast að þeim í word forriti.

Lesa áfram„Tapaðir pistlar endurheimtir“

Útför frá Selfosskirkju

Margt fer um hugann. Minningar og atvik. Þrjár konur tóku á móti okkur þegar við fluttum að Selfossi fyrir þrjátíu og átta árum. Hólmfríður Hanna Magnúsdóttir, Doris Nyberg og Anna Marie Kyvik. Þær voru hvítasunnukonur. Með hárið sett upp í hnút. Ákveðið var að reyna að efla sunnudagaskólann sem þær höfðu haldið úti um árabil. Á Austurvegi 40 b. Húsi hvítasunnumanna. Vorum þar í tvö ár.

Lesa áfram„Útför frá Selfosskirkju“

Ríkisútvarp – sjónvarp – Kastljós

Augljóst er að umfjöllun Kastljóss Ríkissjónvarpsins um utangarðsfólk hefur skilað góðum árangri. Var fjallað um mál þess bæði af sanngirni og samúð og ekki fallið í þá gryfju að hreykja sér af umfjölluninni. Á þáttargerðarfólk Kastljóssins hrós skilið fyrir umfjöllun þessa sem og um málefni aldraðra. Það kom enn og aftur í ljós í þessum þáttum, að stjórnmálamenn sem tekið hafa að sér að annast um málefni þessara veikbyggðu einstaklinga sem utangarðs eru, standa sig einfaldlega ekki nógu vel.

Lesa áfram„Ríkisútvarp – sjónvarp – Kastljós“

Aðeins eitt blóm

Á undanförnum vikum hef ég nefnt þessar ágætu ljóðakonur sem gist hafa hús mitt og huga. Já og aðrar konur einnig sem hafa sýnt mér og bent á að viðhorf þeirra og hagmælska geta verið gersemar þó ekki sé látið jafn mikið með þær og ýmissa annarra. Þessara ágætu ljóðakvenna á meðal er Þuríður Guðmundsdóttir frá Sámsstöðum í Hvítársíðu.

Lesa áfram„Aðeins eitt blóm“

Brauðlaus heim

Eitt sinn gerðist það, ég hafði lagt bílnum mínum fyrir utan Mosfellsbakarí á Háaleitisbraut, að maður nokkur fylgdi mér inn í bakarí og benti mér á að það væri farin pera í stöðuljósi að aftan. Ég þakkaði manninum innilega fyrir. Eftir að hafa keypt ósneitt sólkjarnabrauð ók ég á verkstæði og fékk peru. Vil ekki vera hirðulaus um ljósin á bílnum. Hugsaði hlýlega til mannsins sem benti mér á.

Lesa áfram„Brauðlaus heim“

Í nýju ljósi

Sumt má fólk ekki trassa. Gerir það samt. Þannig var með skrifborðið mitt. Lampinn á því dó. Síðan hef ég setið þar og þjakað augun með lestri í rökkri. Og augun hafa tárast af þreytu. Tilveran súrnað. Hafði mig loks af stað og kom þessu í lag. Uppskar þakklát augu.

Lesa áfram„Í nýju ljósi“

Enn við Horngluggann

Það var heldur dimmt yfir landinu í morgun. Einnig við Horngluggann, hvar við Ásta ræddum málin eins og svo oft áður. Ljóðakonurnar Þuríður Guðmundsdóttir frá Sámsstöðum og Emily Dickinson eru fyrirferðarmiklar í huganum þessa daga, enda margar bóka þeirra uppi við, ásamt Dagnýju Kristjánsdóttur. Ég freistaðist til að nefna þær við Horngluggann. Yfir kaffinu. Fékk góðar undirtektir.

Lesa áfram„Enn við Horngluggann“

Dansað í skóginum

Það er athyglisvert að fylgjast með því hvernig verjendur í Baugsmálinu svokallaða, nota hvert einasta tækifæri sem gefst til að verjast því að málið verði tekið til efnismeðferðar? Þeir virðast leggja allt sitt vit og þekkingu, klæki og refstækni, í að hindra framgang málsins. Það er það sem vekur undrun.

Lesa áfram„Dansað í skóginum“

Nærvera nærir

Dóttir mín Gunnbjörg bauð mér út í hádegismat í liðinni viku. Það hafa ætíð lifað sérstakir straumar vináttu á milli okkar. Frá fyrstu tíð. Strax nýfædd hjalaði hún við mig á kvöldin. Þegar ég kom heim úr vinnu setti ég hana gjarnan á skrifborðið mitt og sönglaði ofan í hana. Og hún sönglaði á móti. Þannig skröfuðum við tímunum saman. Án orða. Þetta var undir súð í fátæklegu húsnæði í úthverfi.

Lesa áfram„Nærvera nærir“

Hrellingar heimasíðu II

Fyrirtækið Eðalnet, sem hýsir heimasíðuna, er umboðsaðili fyrir miklu stærra fyrirtæki sem staðsett er í Bandaríkjunum og hýsir heimasíður og önnur verkefni fyrir fjöldann allan af fyrirtækjum um veröld víða. Það var í aðalstöðvum þess fyrirtækis sem slysið varð sem orsakaði að allir viðskiptavinir þess misstu gögn af netinu, gögn frá ákveðnu tímabili.

Lesa áfram„Hrellingar heimasíðu II“