Í nýju ljósi

Sumt má fólk ekki trassa. Gerir það samt. Þannig var með skrifborðið mitt. Lampinn á því dó. Síðan hef ég setið þar og þjakað augun með lestri í rökkri. Og augun hafa tárast af þreytu. Tilveran súrnað. Hafði mig loks af stað og kom þessu í lag. Uppskar þakklát augu.

Í nýju ljósi

Ók í bæinn
Á miðjum degi
Það var í gær

Keypti lampa
Svo augun bæði
Yrðu fær

Ytri, innri
Að sjá og skynja
Hver grætur, hlær

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.