Í nýju ljósi

Sumt má fólk ekki trassa. Gerir það samt. Þannig var með skrifborðið mitt. Lampinn á því dó. Síðan hef ég setið þar og þjakað augun með lestri í rökkri. Og augun hafa tárast af þreytu. Tilveran súrnað. Hafði mig loks af stað og kom þessu í lag. Uppskar þakklát augu.

Í nýju ljósi

Ók í bæinn
Á miðjum degi
Það var í gær

Keypti lampa
Svo augun bæði
Yrðu fær

Ytri, innri
Að sjá og skynja
Hver grætur, hlær

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.