Góðilmur

Það seytlar lítill lækur, rauðleitur, niður Skógarhlíðina ofan og austan við Sauðhúsin. Það safnast í hann ofan úr Kotbrúninni. Hann er svo lítill að hann getur naumast talist lækur. Vatn sígur í hann úr mýrunum og sumstaðar hafa myndast pyttir. Þeir eru hvorki stórir né djúpir. Það heyrist gutlhljóð þar sem vatnið rennur í pyttina. Stundum heyrist gutla á tveim stöðum í einu. Og lækurinn, sem heitir Djáknalækur, líður áfram í krókum og beygjum og endar að lokum niður í Hrauná.

Lesa áfram„Góðilmur“