Get ekki orða bundist

Ég hef alltaf dáðst að mönnum sem tala frönsku. Það er að segja Íslendingum sem tala hana. Einu sinni vann maður hjá mér maður sem talaði frönsku. Ég komst að því þannig að hann var alltaf með kiljubók í vasanum og í hvert sinn sem færi gafst, svo sem í kaffitímum eða reykingahléum, tók hann bókina upp og las í henni. Þar sem ég hef alltaf þóst vera mikill áhugamaður um bækur, spurði ég hann hvað hann væri að lesa.

Lesa áfram„Get ekki orða bundist“