Hógværð og þandir brjóstkassar

Tvær fréttir um liðna helgi vöktu athygli mína umfram aðrar. Önnur snýr að forseta Indlands. Hann er forseti þjóðar sem telur fimmtíu milljónir manna. Smávaxinn, grannur og umfram allt hógvær í fasi kom hann í heimsókn til Íslands. Það var fasið sem gladdi hjarta mitt. Lærdómsríkt var að sjá hve framkoma mannsins var gjörólík framkomu Íslendinganna, sem ávallt ganga um með þanda brjóstkassa eins og þeir einir skipti máli.

Hin fréttin var um Færeyinga. Hópur þeirra kemur á hverju ári til Íslands til að leggja Sjónarhæðarsöfnuðinum á Akureyri lið við uppbyggingu og viðhald á húsum við Ástjörn. Við Ástjörn hefur Sjónarhæðarsöfnuðurinn rekið öflugt og göfugt sumarstarf fyrir ungmenni í meira en hálfa öld. Við miklar vinsældir. Færeyingarnir hafa komið, ár eftir ár, allmargir í hópi með allt smíðaefni með sér, öll verkfæri, allan mat og loks kokk sem eldar fyrir þá. Og gefið alla vinnu og efni. Átakalaust. Hávaðalaust. Skrumlaust. Minnir þægilega á orð Biblíunnar um hægri hönd og vinstri hönd. Mt. 6:3.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.