Þessi pistill er nú aðeins tilraun um mynd. Ástu varð að orði, þegar reykurinn var sem mestur, að þetta líktist helst kjarnorkusprengju. Veðrið var einstaklega gott. Andvari, 20 sentimetrar á sekúndu. Hiti plús 10°C og hálfskýjað. Ef þú smellir á myndina birtist stærri gerð hennar á skjánum.
En auðvitað voru bændur aðeins að brenna sinu. Það þarf að gera áður en fuglarnir hefja hreiðurgerð. Og að sjálfsögðu eru bændur meðvitaðir um það.
Flott mynd. Húsin sýna stærðarhlutföllin vel.