Stefnumót

Við Ásta erum að búast í sveitina. Eigum þar stefnumót. Ætlum að fara og hitta þrestina sem reka búskap í runnanum við Litlatré. Ætlum að sauma dekkið á pallinum og setja upp stólpa fyrir grindverk. Ætlum að setja upp sjónvarpsloftnet og klippa ofan af alasakavíðinum og undirbúa sprotana fyrir gróðursetningu.

Síðan grillum við og tölum um dagsverkið og vorið og fuglana. Rifjum upp æskudaga okkar í Hvítársíðu þegar við sáum hvort annað í nýju ljósi. Og höldumst í hendur. Loks grípum við bók og lesum undir svefninn. Við eigum stefnumót. Guði sé lof fyrir það.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.