Mannleg heill og farsæld

Aldrei hef ég höfðingjadjarfur verið. Ekki fremur en fólk af svipuðum slóðum og ég. Og því fór nokkuð um mig þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson setti athugasemd við pistil minn síðastliðinn sunnudag. Fyrir mér hefur maðurinn ávalt verið sérstakt fyrirbæri, hávær, djarfur, sjálfsöruggur og hvergi gefið eftir fyrr en á síðustu árum og þá nauðbeygður.

Lesa áfram„Mannleg heill og farsæld“

Stjórnarandstaðan segi einnig af sér

Á unglingsárum mínum fórum við bræðurnir dag eftir dag niður að höfn á morgnana til að snapa vinnu. Það gerðu einnig hundruð aðrir og fjölskyldumenn á ýmsum aldri. Oft var enga vinnu að fá vikum saman. Þegar fragtskip komu með farm utanúr heimi elti atvinnulaus hópurinn Jón Rögnvaldsson verkstjóra hjá Eimskip í þeirri von að finna náð í augum hans.

Lesa áfram„Stjórnarandstaðan segi einnig af sér“

Það eru vonbrigði

Raddir gerast háværar um þessar mundir að nú skuli gengið í ESB. Þar sé lausn á flestum vanda þjóðarinnar. Mér varð á að spyrja sjálfan mig; Ef kjósa ætti um það nú, hver væri þín afstaða? Og svaraði sjálfum mér að ég myndi ekki kjósa. Þekki ekki galla og kosti þess að ganga þar inn nóg til þess að treysta mér til þess að kjósa.

Lesa áfram„Það eru vonbrigði“

Hagalagðar

Afi minn hét Steinn. Hann var Þórðarson. Afi bjó á Kirkjulæk. Þegar ég var lítill drengur var ég stundum í sveit hjá afa og ömmu. Amma hét Sigurbjörg. Afi kallaði hana alltaf Siggu. Yfir sauðburðinn fékk ég stundum að fara með afa til kinda. Hann var með staf og náði nýfæddu lömbunum með því að krækja fyrir hálsinn á þeim. Svo markaði hann þau.

Lesa áfram„Hagalagðar“