Aldrei hef ég höfðingjadjarfur verið. Ekki fremur en fólk af svipuðum slóðum og ég. Og því fór nokkuð um mig þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson setti athugasemd við pistil minn síðastliðinn sunnudag. Fyrir mér hefur maðurinn ávalt verið sérstakt fyrirbæri, hávær, djarfur, sjálfsöruggur og hvergi gefið eftir fyrr en á síðustu árum og þá nauðbeygður.
Stjórnarandstaðan segi einnig af sér
Á unglingsárum mínum fórum við bræðurnir dag eftir dag niður að höfn á morgnana til að snapa vinnu. Það gerðu einnig hundruð aðrir og fjölskyldumenn á ýmsum aldri. Oft var enga vinnu að fá vikum saman. Þegar fragtskip komu með farm utanúr heimi elti atvinnulaus hópurinn Jón Rögnvaldsson verkstjóra hjá Eimskip í þeirri von að finna náð í augum hans.
Það eru vonbrigði
Raddir gerast háværar um þessar mundir að nú skuli gengið í ESB. Þar sé lausn á flestum vanda þjóðarinnar. Mér varð á að spyrja sjálfan mig; Ef kjósa ætti um það nú, hver væri þín afstaða? Og svaraði sjálfum mér að ég myndi ekki kjósa. Þekki ekki galla og kosti þess að ganga þar inn nóg til þess að treysta mér til þess að kjósa.
Það var raun að horfa á Silfrið í morgun
Við fórum upp í Borgarfjörð til að slaka á. Vonuðumst eftir næði frá þvarginu um spillinguna og kreppuna. Veðrið tók ljúflega á móti okkur. Logn, gráð og hiti um núll. Ekki hægt að hugsa sér það betra. En einn af þessum föstu siðum er að kveikja á útvarpi á fréttatímum.
When Texans came to dinner
Hún kom frá Texas í síðustu viku. Ég hef ekki séð hana í tuttugu ár. Birna Björk. Systurdóttir mín. Sonur hennar, Kristinn, var með henni. Tvítugur myndarmaður. Hann er fæddur og uppalinn í Texas. Belton.
Hvaða kosti yrði þjóðinni boðið að kjósa um?
Það er verulega hrollvekjandi að lesa og heyra fréttir af því að sama fólk og kom þjóðinni til andskotans skuli enn sitja við völdin í bönkunum þegar stóru lánin taka að berast til þjóðarinnar. Ég finn ekki betur en að hjartað í mér sleppi einu og einu slagi úr við lesturinn.
Olíufurstinn og endurnar á Tjörninni
Það fer nú þannig fyrir mér á þessum dögum að ég get ekki snúið mér nógu hratt í hringi til að elta allar staðhæfingar sem menn láta frá sér fara um ástandið á landinu um þessar mundir. Það er ekki eins og talað sé einfaldlega í austur og vestur, heldur er einnig þvaðrað í allar aðrar áttir sem og upp og niður.
Óborganlegur léttleiki eldri borgara
Þessa litlu frásögu rak á fjörurnar um helgina. Stenst ekki mátið að birta hana hér:
Hagalagðar
Afi minn hét Steinn. Hann var Þórðarson. Afi bjó á Kirkjulæk. Þegar ég var lítill drengur var ég stundum í sveit hjá afa og ömmu. Amma hét Sigurbjörg. Afi kallaði hana alltaf Siggu. Yfir sauðburðinn fékk ég stundum að fara með afa til kinda. Hann var með staf og náði nýfæddu lömbunum með því að krækja fyrir hálsinn á þeim. Svo markaði hann þau.
Hvað ef Bretarnir hertaka Ísland?
Hvað ef Bretarnir senda flugvélaflota í verndarskyni, hafa þá hlaðna innrása sérfræðingum, fara í skoðunarferð til Reykjavíkur, taka alla ráðherra ríkisstjórnarinnar fasta, flytja þá til Englands með þotum og setja þá í stofufangelsi þar. Loka síðan Alþingishúsinu í framhaldi og setja enska yfirmenn í helstu stjórnstöðvar landsins?