Indriði H. Þorláksson verður ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Ákaflega líst mér vel á þá ákvörðun. Allt hans tal undanfarið hefur verið yfirvegað og byggt á mikilli þekkingu og langri reynslu af peninga – og skattamálum landsmanna. Vona að yfirmönnum hans takist að fara að ráðum hans.
Þingmaður, gættu þín
Í gærkvöldi horfði ég á Kastljós. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins fór mikinn og talaði um fólkið í landinu eins og það standi hjarta hans næst. Upp í hugann kom sterkur áróður hans fyrir fáeinum misserum fyrir því að bankarnir tæku yfir Íbúðalánasjóð, það væri það sem kæmi fólkinu í landinu best, sem og það að leyfa áfengissölu í matvöruverslunum.
Ögmundur er kaldur kall
Á áttatíu dögum kringum jörðina. Það var heilmikið ferðalag og margt skondið sem dreif á dagana. Það má líka reikna með að margt skondið drífi á daga þjóðarinnar þessa áttatíu daga sem Jóhönnu stjórnin fer með völdin. Mér fannst Ögmundur heilbrigðisráðherra nokkuð kaldur kall þegar hann sló innlagningargjaldið af í einu höggi.
Grimmd örlaganna
„En það hlýtur að teljast grimmd örlaganna að sá maður sem þurrkaði upp gamlar skuldir landsins í fjármálaráðherratíð sinni, Geir Haarde, skuli nú sitja uppi sem blóraböggull vegna ósvífni fjárglæframanna og alls kyns braskara.“ Þannig tekur Matthías Johannessen til orða í opnu grein sinni í Lesbók Morgunblaðsins um helgina.
Jóhanna og eyðslusemin
Þegar Geir Haarde lýsir Jóhönnu Sigurðardóttur hnýtir hann því gjarnan aftan við, annars jákvæð ummæli um hana, að hún sé eyðslusöm. Væntanlega byggir hann þá skoðun á þeirri stefnu Jóhönnu að vilja gera betur við verst settu þjóðfélagsþegnana en tíðkast hefur hingað til.
Framsóknarflokkurinn – það skyldi þó ekki vera?
Það er merkilegt hvernig heilinn í manni bregður við hinum ýmsu fréttum. Fannst ég lesa það að Sigmundur Davíð hefði alfarið neitað að styðja hugmyndina um að eignir útrásarvíkinga yrðu frystar.
Tívolí í allan dag
Það er nú ekki alltaf svo gott. En í dag hef ég upplifað það í miðri lotu stjórnmálamanna við að mynda vinstri stjórn. Tel mig ljónheppinn eldri borgara að fá að upplifa slíka skemmtun á borð við þær sem fólk upplifir þegar það heimsækir Tívoli. Til dæmis í Kaupmannahöfn. Sumir lifa á því alla ævi.
Margir prófsteinar framundan
Ósköp verður spennandi að fylgjast með nýrri ríkisstjórn. Nú verður, til dæmis, auðvelt að afnema eftirlaunalögin. Allir einhuga. Ekkert íhald til að skemma fyrir.
Nú fá margir fullnægingu
Stjórnin fallin. Það hafa margir þráð af ástríðu. Unaðarhrollur fer eflaust um fjölda fólks. En hvað tekur við? Hver verður staða okkar hinna smáu? Eldri borgara, öryrkja, sjúklinga og annarra sem lifað hafa við og undir fátæktarmörkum? Verður staða þeirra betri eða verri?
Gæði samfélags – og tveir 30 manna hópar
Sagt er að það séu um það bil þrjátíu menn sem eiga mesta sök á fjármálaspillingunni. Öll þjóðin sýpur seyðið af atferli þeirra. Þessir 30 hafa helgað sig græðgi og yfirgangi í samfélaginu og rakað miskunnarlaust til sín margföldum arði af framleiðslu þjóðarinnar. Þar til síðustu 100 daga, hefur hópurinn notið virðingar og aðdáunar stjórnvalda sem hafa mært hann um langt árabil.