Á eyðilegri heiði – á jaðri borgar

Um hádegisbil í gær leit ég út um glugga upp úr blöðum og bókum og fegurðin í litunum sem við blöstu kölluðu mig út í bókstaflegri merkingu.

Myndavélin bregður oft kát við þegar hún sér að hún fær að fara með. Og þá minnir hún á Týrus sáluga, þetta yndi, kolsvartan retriever, sem hoppaði um og snérist í hringi af hamingju þegar hann sá mig taka ólina sína af snaga.

Litirnir  kölluðu mig út
Litirnir kölluðu mig út

Fyrst varð á vegi mínum moldarhóll þakinn njólum og öðru fíneríi. Samt skrautlegur.

Fegurðin í illgresinu
Fegurðin í illgresinu

Á Austurkór var dálítið kreppulegt um að litast. Framkvæmdir stopp nema í stöku húsi. En útsýnið þaðan lofar góðu.

Útsýni af Austurkór
Útsýni af Austurkór

Eftir nokkurt flakk um eyðilega Vatnsendaheiði greip þessi blómavasi athygli mína en hann stendur við aðalhlið Guðmundarreits, útivistarsvæði Kópavogs. Ég ákvað að fara í stutta skoðunarferð.

Á eyðilegri heiði
Á eyðilegri heiði

Fljótlega kom ég að Hermannsgarði. Hann er nefndur eftir Hermanni Lundhólm sem var skógræktarstjóri Kópavogs um langt árabil. Fyrir allmörgum árum tilheyrði Hermann fjölskyldu minni, en hann var giftur frænkunni Guðrúnu Huldu.

Glæsilegur gróðurreitur
Glæsilegur gróðurreitur

Var verulegur samgangur á milli fjölskyldna okkar fyrr á árum og vinátta við börnin, Sigurbjörgu, Ísidór og Stein. En svo skildu þau hjónin og sambandið rofnaði að mestu.

Sagt frá Hermanni Lundhólm og garðinum hans
Sagt frá Hermanni Lundhólm og garðinum hans

En nú læt ég myndirnar lýsa garðinum og dreg mig í hlé.

Blómin tala máli garðyrkjumannsins
Blómin tala máli garðyrkjumannsins
Minningar af Hlíðarvegi í Kópavogi
Minningar af Hlíðarvegi í Kópavogi

Gærdagurinn varð óvænt hlaðin fegurð og litadýrð og með þægilegum minningum gerði hann þessa góðu veislu.

3 svör við “Á eyðilegri heiði – á jaðri borgar”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.