Í skjóli við ungan birkibol…

Það var um sjöleytið í gærmorgun. Ég fór í örstutta gönguferð í kringum litla kofann okkar. Í skjóli við einn útvörðinn gat að líta þessa stjúpu, skærgula og glæsilega. Hún verkaði eins og ljósgjafi fyrir daginn sem reyndist verða einn af þeim ljúfustu á sumrinu. Þó var norðaustan tíu til fimmtán og hitinn aðeins sjö gráður.

Lesa áfram„Í skjóli við ungan birkibol…“

Enn eykst virðing Alþingis

„Hvers á þjóðin skilið af okkur, nýju þingi og nýjum þingmönnum?“
Þannig hljómuðu upphafsorð í jómfrúræðu þingmanns á vordögum.
Og enn eykst virðing Alþingis, hvers fólk á flæðiskerinu lítur til með vaxandi aðdáun.

Kona með pípuhatt

Á leiðinni niður í miðbæ Reykjavíkur í gærmorgun beygði ég inn á Laugaveginn af Rauðarárstíg úr suðri. Umferðin mjakaðist á þeim hraða sem ævinlega er á þessum stað. Öll bílastæði voru upptekin vinstra megin götunnar og slangur af gangandi fólki á leið í ýmsar áttir. Sem ég kom á móts við Tryggingastofnun gekk kona í veg fyrir bílinn og gaf stöðvunarmerki með útréttum handlegg.

Lesa áfram„Kona með pípuhatt“

Laufið hélt í regndropana

Veðrið á laugardag var eins og af óskalista. Það var stafalogn og hiti 15°C. Svo á miðjum degi tók að rigna. Helli rigna. Regndroparnir streymdu lóðrétt niður, þétt saman. Það var eins og ský félli. Laufblöð ungu hríslnanna breiddu úr sér og teyguðu regnið og héldu í dropana. Fagnandi. Það hafði ekki rignt í margar vikur. Ósjálfrátt stóð ég upp, gekk út fyrir skyggnið, leit til lofts og lét rigna framan í mig.

Lesa áfram„Laufið hélt í regndropana“

Rykmökkur á Alþingi

Það er ljóst að enginn þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur talað af nægum trúverðugleika síðustu vikur. Orðræða þeirra einkennist af yfirborðslegu tali sem virðist ganga út á það eitt að þyrla upp ryki. En slíkt gera ekki góðir göngumenn, svo vitnað sé í visku fornvitrings.

Lesa áfram„Rykmökkur á Alþingi“

Um gáfað fólk og annað

Mjög ungur tók ég að dást að gáfuðu fólki. Þegar ég heyrði fullorðið fólk ræða um gáfaða menn þá nam ég aðdáunartóninn í tali þeirra og hugsaði með lotningu til gáfumannanna. Svo í barnaskólanum þegar ég var færður upp um bekk til eldri krakka, töluðu kennararnir um að mér gengi svo vel.

Lesa áfram„Um gáfað fólk og annað“

Guðshús á drottinsdegi

„Mig langar í messu,“ sagði ég við Ástu. „Til er ég,“ svaraði hún að bragði. Fyrir valinu varð Hallgrímskirkja. Svo ókum við í veðurblíðunni eins og leið liggur úr Kópavogi. Ásta við stýrið. Umferðin var í lágmarki. Sem von er. Það er verslunarmannahelgi. Og stafalogn á Skólavörðuhæð.

Lesa áfram„Guðshús á drottinsdegi“