„Ósköp ertu dapur á svipinn,“ sagði Ásta þegar hún gekk framhjá bókaherberginu og svo bætti hún við: „Er eitthvað að?“ Það var kökkur í hálsinum á mér svo að ég kom mér hjá því að svara, snéri í hana baki og horfði út um gluggann. Það voru mistök.
„Ósköp ertu dapur á svipinn,“ sagði Ásta þegar hún gekk framhjá bókaherberginu og svo bætti hún við: „Er eitthvað að?“ Það var kökkur í hálsinum á mér svo að ég kom mér hjá því að svara, snéri í hana baki og horfði út um gluggann. Það voru mistök.