Á leiðinni niður í miðbæ Reykjavíkur í gærmorgun beygði ég inn á Laugaveginn af Rauðarárstíg úr suðri. Umferðin mjakaðist á þeim hraða sem ævinlega er á þessum stað. Öll bílastæði voru upptekin vinstra megin götunnar og slangur af gangandi fólki á leið í ýmsar áttir. Sem ég kom á móts við Tryggingastofnun gekk kona í veg fyrir bílinn og gaf stöðvunarmerki með útréttum handlegg.