Mjög ungur tók ég að dást að gáfuðu fólki. Þegar ég heyrði fullorðið fólk ræða um gáfaða menn þá nam ég aðdáunartóninn í tali þeirra og hugsaði með lotningu til gáfumannanna. Svo í barnaskólanum þegar ég var færður upp um bekk til eldri krakka, töluðu kennararnir um að mér gengi svo vel.