Rykmökkur á Alþingi

Það er ljóst að enginn þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur talað af nægum trúverðugleika síðustu vikur. Orðræða þeirra einkennist af yfirborðslegu tali sem virðist ganga út á það eitt að þyrla upp ryki. En slíkt gera ekki góðir göngumenn, svo vitnað sé í visku fornvitrings.

Sorglegast er að fylgjast með flokksformanninum. Ekki verður annað skilið af orðum hans en að þau miði að því einu að flokkurinn komist aftur til valda. Það er samt ekki það sem þjóðin vill. Flokknum verður ekki treyst í bráð og ræður þingmanna hans, þessar vikurnar, endurvekja ekki tapað traust.

Þá er furðulegt að fylgjast með áralagi áhafnar ríkisstjórnarflokkana. Fáir virðast róa í sömu áttina og því lítil von til að bátnum miði. Varla trúir fólkið að það hafi verið kosið á þing til að leika sér á þessum erfiðu tímum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.