Fávitar? Það er spurningin

Síðastliðinn sunnudag hertum við gamla mín upp hugann og ákváðum að líta á bókamarkað Forlagsins á Fiskislóð. Ásta tók að sér að vera bílstjóri og gegndi ég því stöðu aðstoðarbílstjóra. Eftir tvær eða þrjár vinsamlegar ábendingar frá mér um aksturslag og götuval, sagðist hún vilja að ég flytti mig í aftursætið. Ég kaus frekar að þegja enda þröngt í aftursæti hins risasmáa Yaris.

Lesa áfram„Fávitar? Það er spurningin“