Blóðsýni og capuchino

Kom úr blóðtöku um ellefu leytið í morgun. Veðrið var blítt. Ákvað að ganga um og skoða svæðið. Langt síðan ég hafði komið þarna. Allt er breytt. Verslanir farnar, aðrar komnar. Miklir glerveggir. Málverkasýning. Fátt um viðskiptavini. Bakarameistarinn. Þrjár sálir sátu og neyttu veitinga. Þær töluðu hver upp í aðra, niðursokknar, með fulla munna. Þetta var í Glæsibæ.

Lesa áfram„Blóðsýni og capuchino“