Að lofta út á Mogganum

Pistill í Mogganum í morgun ber heitið „Loftið út, Þorgerður K. og Illugi!“ Það er hægt að taka undir margt af því sem þar er sagt um að nýir leiðtogar þurfi að gefa strax réttan tón. Reikna má með að allir kjósendur séu sammála um það og viðhorf almennings telji sjálfsagt, á þessum tímum, að stjórnmálamenn hætti að telja sig hafna svo hátt yfir kjósendur sína að þeir séu ekki svaraverðir.

En það eru síðasta málsgrein pistilsins sem ég las tvisvar. Þar segir: „Óbreyttir liðsmenn, sauðtryggir liðsmenn sem hafa kosið hann (þ.e. Sjálfstæðisflokkinn, innskot mitt) í nærri tvo áratugi, eins og sumir, gætu líka gengið óbundnir til kosninga þó að hinir kostirnir, t.d. Baugsvinirnir í Samfylkingunni, séu ekki freistandi. Sjálfstæðimenn þurfa að lofta almennilega út og gera það fyrir kosningar, ekki eftir þær.“

Ég hnaut um „Baugsvinirnir í Samfylkingunni, séu ekki freistandi.“ Höfundurinn telur greinilega að nauðsynlegt sé að halda því til haga að einhverjir frambjóðendur í Samfylkingunni hafi orðið berir að því að tengjast og styðja Baugsveldið. Honum finnst ekki þörf á að lofta því út hverjum Sjálfstæðismenn hafa tengst í gegnum árin eða Framsóknarflokkurinn og þeir flokkar saman.

Sem einn af þessum sauðtryggu liðsmönnum sem hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn í meira en fimm áratugi geng ég fullkomlega óbundinn til kosninga í apríl. Það eru mín réttindi. Hvort sem menn lofta út sumu eða engu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.