Ég tók hana fram þegar erfiðast var

„Sá sem flettir Bókinni um taó í fyrsta sinn á bágt með að verjast hlátri, en við annan lestur hlær hann að sjálfum sér fyrir að hafa hlegið hið fyrra sinni; þegar hann les bókina í þriðja sinn kemst hann að þeirri niðurstöðu að fræði af þessu tagi muni vera meira en lítið þarfleg núna.“ Lin Yutang, Wisdom of Laotze, 1948.

,,Þá er menn skynja fegurðina, hafa þeir jafnframt hugfest, hvað sé ljótt. Þá er menn finna til gæskunnar, er jafnfram ljóst, hvað ekki er gott.

Þannig er tilvist og tilvistarleysi hvort annars upphaf, eins og hið torvelda og auðvelda, langt og stutt, hátt og lágt, hljómur og samhljómur, fyrr og síðar.

Hinn vitri starfar án strits og kennir án orða.

Þá er hlutirnir koma í ljós, bregst hann ekki. Hann framleiðir, en safnar ekki auði. Hann starfar, en telur sér það ekki til gildis. Og þar eð hann krefst einskis –handa sjálfum sér, á hann ekki neinn missi á hættu.“

Bókin um Veginn, Lao- Tze. Þýðing Jakob J. Smári og Yngvi Jóhannesson.

Ég tók hana fram þegar erfiðast var. Aftur og aftur. Þetta er lítil bók og ódýr. Mæli með að þú lesir hana. Þrisvar, hið minnsta.

Eitt andsvar við „Ég tók hana fram þegar erfiðast var“

  1. Tek af heilum hug undir með þér. Hef líka verið að lesa gömlu íslensku meistarana undanfarið (ekki síst Laxness), svona til að reyna að finna stolta Íslendinginn sem í mér býr (nefnilega svolítið erfitt að vera stoltur ÍSLENDINGUR þessa dagana :-o).

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.