Að súpa fjörur

Með stóru letri er frá því sagt í Fréttablaðinu í morgun að 70 % þjóðarinnar vilji þjóðaratkvæði um ESB viðræður. Kannski er gott að hefja viðræður. En það er ekki auðvelt fyrir venjulegt fólk að átta sig á umræðunni sem farið hefur fram á Íslandi um aðild.

Ef ætti að kjósa um aðild núna mundi ég ekki treysta mér til þess að taka þátt. Málflutningur með og móti fylkinganna er þannig í laginu að engin leið er að móta sér skoðun af viti, byggða á þeim rökum sem hingað til hafa verið borin fram. Þess vegna myndi ég sitja heima ef kjósa ætti um aðild á næstunni.

Þá er mér nokkur léttir að því að Ísland fékk ekki kosningu í Öryggisráðið. Það hefði aukið á smánina að vera þar með allt niður um sig heima. Í mínu granna sinni virðast næg verkefni vera heimafyrir handa fólki að glíma við. Hef einnig grun um að hefði heimavinna fleiri embættismanna verið ábyrg og unnin af heilindum þá hefði þessi fyrirsjáanlega kreppa ekki þurft að verða svo risavaxin sem raun ber vitni.

Þá angrar þróun íslenskra fjölmiðla mig þessar vikurnar. Ég átta mig ekki oft á því hvað er satt og hvað er logið í hinum ýmsu málum.Í gamla daga var þetta þannig að maður las öll dagblöðin. Var klár á því að flokksblöðin töluðu skýru máli sinna flokka og þá þóttist maður geta lesið í meðaltalið. Þess er ekki kostur í dag. Nú er þetta orðið einskonar fjölkvæni og maður tortryggir alla.

Það verður athyglisvert að sjá hvernig afkvæmið „Nýtt Ísland“ verður í laginu. Hvað getnaður þeirra afla sem fara með völdin á þessum vikum fæðir af sér. Ekki þorir maður að hlakka til.

Legg til að fólk lesi þennan pistil.

Eitt andsvar við „Að súpa fjörur“

  1. Hjartanlega sammála. Það væri þarfara að hjálpa til hér heima og það sem við þurfum er kröftuga og heiðarlega stjórnmálamenn sem því miður virðist ekki vera mikið til af. Ekki er ég viss um að betra væri að ganga í Evrópusambandið. Allveg finnst mér með ólikindum að ekki skildi verið gengið betur frá einkavæðingunni á bönkunum sem voru í almennings eigu þegar þeir voru afhentir einstaklingum til að leika sér með. En kærar kveðjur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.