Sjáanlegur árangur stjórnvalda

Hlustaði á fréttir í sjónvarpi fyrr í kvöld.

Vilhjálmur Egilsson sagði:
„Það verður ekki hægt að hækka laun. Aðalviðfangsefnið verður að koma í veg fyrir atvinnuleysi.“ Hljómar þetta nokkuð eins og: „Varið ykkur verkalýður?“

Andrés Magnússon sagði:
„Verslunin getur ekki hækkað laun umfram 3.5 % um áramót. Það blasir við.“
Þó hafa vörur í verslunum hækkað um 20%.

Bankar hafa sagt:
„Við getum ekki lækkað vexti, né lagt verðtryggingu af lánum niður.“ Við mundum ekki lifa af.

Forsætisráðherra sagði:
„Nú er farið að sjást að það sem kallað hefur verið aðgerðarleysi er farið að bera árangur.“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.