Einkenni þessara daga er vindur og regn. En fyrst og fremst vindur. Hann blæs og blæs. Kallaður Kári. Maður dregur alpahúfuna niður fyrir eyru á leiðinni á milli húsa. Svo hún ekki fjúki út í buskann. Týndi einni í fyrra á leiðinni úr bílnum inn í flugstöðina í Keflavík. Hún virtist ekki vilja með til Glasgow. Þeyttist vestur um haf. Með Kára.