Þær falla frá ein og ein, eikurnar sem umluktu líf og tilveru Íslendinga á síðustu öld. Eikurnar sem mynduðu skjólgarð umhverfis heimsmynd þeirra sem gengu sín spor á árunum þeim. Fólkið sem tók sér fastan sess í hugarfylgsnum manna með töfrandi list sinni og var þar tákn um gleði og fegurð. Alla ævi manns.