Sörli kaupir nýjan bíl

Við unnum við Búrfellsvirkjun þá. Um þrjú hundruð manns í kamp tvö. Hann var staðsettur uppi á fjallinu. Í kamp eitt, sem var niður við stöðvarhús, voru miklu fleiri. Þegar komið var úr helgarfríi, á mánudagsmorgnum, voru menn yfirleitt innhverfir og fámálugir framan af degi. Hugurinn væntanlega enn hjá eiginkonum og börnum og tregi í sálinni. Nema Sörla.

Lesa áfram„Sörli kaupir nýjan bíl“