Áttu auðvelt með íslensku?

Fyrst datt mér í hug að setja fram spurningu um hvort einhver af gestum heimasíðunnar vissi í hvaða bók setningin hér fyrir neðan er sótt. Eftir nokkrar vangaveltur hætti ég við það og ákvað heldur að biðja fólk um að þýða setninguna. Yfir á íslensku. Sjálfur hef ég glímt við það um árabil. Fannst í fyrstu að það væri auðvelt og gerði mörg uppköst en henti þeim jafnharðan. Fannst mér aldrei takast að túlka ástarhrifninguna sem höfundurinn var heltekinn af og sagan fjallar um.

„Then she came into the room, shining in her youth and tall striding beauty and the carelessness the wind had made of her hair. She had a pale, almost olive-colored skin, a profile that could break your, or anyone else’s, heart and her dark hair, of an olive texture, hung down over her shoulders.“

Ef einhver vill reyna þá er einfaldast að skrifa þýðinguna í athugasemdir hér fyrir neðan. Lýsi ég þakklæti mínu fyrirfram.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.