Hrellingar heimasíðu II

Fyrirtækið Eðalnet, sem hýsir heimasíðuna, er umboðsaðili fyrir miklu stærra fyrirtæki sem staðsett er í Bandaríkjunum og hýsir heimasíður og önnur verkefni fyrir fjöldann allan af fyrirtækjum um veröld víða. Það var í aðalstöðvum þess fyrirtækis sem slysið varð sem orsakaði að allir viðskiptavinir þess misstu gögn af netinu, gögn frá ákveðnu tímabili.

Nú glímir fyrirtækið við að reyna að endurheimta gögnin og munu næstu dagar skera úr um hvort það tekst. Á meðan geta viðskiptavinir fátt gert við gremju sinni annað en að velta því fyrir sér hvort þeir væru betur settir í viðskiptum annar staðar. Á meðan sú bið varir ætla ég að reyna að finna tvo eða þrjá síðustu pistla og vista þá að nýju.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.