Þú skalt ekki karlmann skrúbba

Ég kom að henni þar sem hún skrúbbaði Móse hátt og lágt. Upp úr sápulegi. Fyrir jólin. Hann var neikvæður að sjá og strangur á svip. Enda sýnist svo þegar lesið er eftir hann, að allt líkamlegt atlæti sé honum á móti skapi. „Þú skalt ekki þetta og þú skalt alls ekki hitt,“ eru orðin sem tengjast nafninu hans. Allt of margir hafa tekið þau upp og velt sér upp úr þeim og barið aðra með þeim. Ég naut þess að sjá Ástu skrúbba karlinn sem kom engum vörnum við. Fannst þó eins og hljómaði frá honum: „Þú skalt ekki karlmann skrúbba, að neðanverðu.“

Lesa áfram„Þú skalt ekki karlmann skrúbba“

Belafonte

Ánægjulegt var að heyra og sjá Harry Belafonte í kvöldþætti Ríkissjónvarpsins s.l. laugadag. Manngæskan og mannvitið geisluðu af manninum. Hugsun hans og orð snérust ekki eingöngu um hann sjálfan. Sem er fremur óvenjulegt af stjörnum. En auðvitað eru sumar stjörnur skærari en aðrar og þurfa ekki sjálfar að hæla sér. Og sumir auðmenn örlátari en aðrir. Það er gott fyrir sálina að heyra skemmtikraft af hæstu gráðu tala af viti um lífið og tilveruna.

Lesa áfram„Belafonte“

Hugarburður

Stundum, í gamla daga, á unglingsárunum, varð ég svo glaður í sálinni að ég varð að blanda geði við fólk með einhverjum óvenjulegum hætti. Átti ég það til, staddur niður í Austurstræti til dæmis, að svífa á fólk sem þar var á ferð, ávarpa það og leggja til að við gerðum eitthvað saman. Man ég eftir einni svona ferð inn á Hressingarskálann í Austurstræti. Hann var þá eitt af hjörtum bæjarins. Þetta var skömmu eftir hádegi. Gunni í Jónshúsi var með mér.

Lesa áfram„Hugarburður“

Dagur tungunnar

Tungumál er eitt af undursamlegustu tækjum sem manninum hefur gefist. Of fáir meta það að verðleikum. Markaðssvall nútímans á þar verulega sök, knúið af kröfunni um hámarkshagnað. Unnendur móðurmálsins og ræktendur eiga mikið lof skilið fyrir andóf sitt og þyrfti að gera veg þeirra meiri í umræðunni sem, því miður, snýst orðið viðstöðulaust um fjármagn og gullkálfa, eins og allt annað sé lítilsvirði.

Lesa áfram„Dagur tungunnar“

Vegna Guðs og Móselaga

Það vakna ýmsar spurningar í kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Sumar þeirra tengjast trúmálum. Kosið var samhliða um hvort leyfa skuli hjónabönd samkynhneigðra. Því var hafnað í ellefu ríkjum. Sitjandi forseti lagði mikla áherslu á að slík hjónabönd yrðu aldrei leyfð. Þá er hann þekktur fyrir að vera ákafur andstæðingur fóstureyðinga. Vegna Guðs, hans heilaga orðs og Móselaga, sem hann segist virða í hvívetna og hvergi vilja hvika frá.

Lesa áfram„Vegna Guðs og Móselaga“

Í andvöku liðinnar nætur

Í framhaldi af litlum pistli mínum síðastliðinn laugardag, „Hýstu aldrei þinn harm“, þar sem vitnað er í hluta kvæðisins Fákar eftir Einar Benediktsson — en þess er nú minnst að 140 ár eru frá fæðingu þessa mikla skáldjöfurs — sótti að mér í andvöku liðinnar nætur hugsun um hinn mikla eilífa anda sem fer um veröldina og Prédikarinn lýsir sem hreyfingu sem aldrei stansar.

Lesa áfram„Í andvöku liðinnar nætur“