Í andvöku liðinnar nætur

Í framhaldi af litlum pistli mínum síðastliðinn laugardag, „Hýstu aldrei þinn harm“, þar sem vitnað er í hluta kvæðisins Fákar eftir Einar Benediktsson — en þess er nú minnst að 140 ár eru frá fæðingu þessa mikla skáldjöfurs — sótti að mér í andvöku liðinnar nætur hugsun um hinn mikla eilífa anda sem fer um veröldina og Prédikarinn lýsir sem hreyfingu sem aldrei stansar.

Lesa áfram„Í andvöku liðinnar nætur“