Þú skalt ekki karlmann skrúbba

Ég kom að henni þar sem hún skrúbbaði Móse hátt og lágt. Upp úr sápulegi. Fyrir jólin. Hann var neikvæður að sjá og strangur á svip. Enda sýnist svo þegar lesið er eftir hann, að allt líkamlegt atlæti sé honum á móti skapi. „Þú skalt ekki þetta og þú skalt alls ekki hitt,“ eru orðin sem tengjast nafninu hans. Allt of margir hafa tekið þau upp og velt sér upp úr þeim og barið aðra með þeim. Ég naut þess að sjá Ástu skrúbba karlinn sem kom engum vörnum við. Fannst þó eins og hljómaði frá honum: „Þú skalt ekki karlmann skrúbba, að neðanverðu.“

Lesa áfram„Þú skalt ekki karlmann skrúbba“