Það var fyrir svo sem tíu árum síðan. Við Ásta vorum að skoða gólfefni. Komum í Ármúlann. Þar var verslun með slík efni. Þetta var skömmu eftir hádegi. Afgreiðslumaðurinn var í þessu feikna stuði. Hann bókstaflega dansaði um búðina og sagði okkur með sveiflu frá því hvað gellur og hvítvín væri frábær matur. Ég er ekki frá því að hann hafi sýnt tangó tilburði þegar hann skeiðaði um gólfið. „Gellur og hvítvín,” endurtók hann aftur og aftur. „Gellur og hvítvín.”