Við höfum reynt að fara á hverju ári að sjá sýningu blaðaljósmyndara. Hún hefur upp á síðkastið verið í Gerðarsafni, Kópavogi. Því fallega húsi. Á sýningunni er mikið af myndum og myndröðum. Litadýrðin stórkostleg, og svarthvítar með sínum eilífa sjarma. Ásta tók að skoða af ákafa. Ég brá nokkuð öðruvísi við. Fannst myndirnar eiginlega vera of fullkomnar. En vissulega hef ég ekki mikið vit á fréttaljósmyndum.