Átti erindi í gærmorgun á ýmsa staði til að afla efnis í afmælismáltíð Ástu minnar. Meðal annars í Kringluna. Keypti þar handarkrikabrauð. Handarkrikabrauð? Hvað er það? Það er baguette. Í París sér maður allskyns fólk koma út úr búð með baguette í handarkrikanum. Sagði einu sinni við stúlku sem afgreiddi í bakaríi í Reykjavík: „Eitt handarkrikabrauð, takk.” Hún sagði: „Eitt hvað?” „Handarkrikabrauð,” endurtók ég. Og þá eldroðnaði hún. Kúnstugt.