Máttur himins og jarðar

Sú saga gekk fyrir ótal árum að bónda nokkrum hafi verið sagt frá því að hægt væri að sá síldarhrognum í valinn jarðveg og upp mundi koma margföld uppskera. Fylgdi sögunni að bóndinn hafi plægt og herfað dálítið svæði ofan við bæinn sinn og búið til sáningar á hrognum. Flestum þótti sagan fyndin og bóndinn einfaldur. En um haustið brá svo við að garður bóndans var þakinn grönnum greinum sem stóðu upp úr jörðinni og á hverri grein voru tvær til þrjár síldar sem glitruðu í sólarljósinu. Bóndinn hafði þá leikið á nágrannana.

Lesa áfram„Máttur himins og jarðar“

Gaman er í dag

Þannig segir í ljóðinu sem við sungum í söngtímum hjá Jóni Ísleifssyni í Melaskólanum fyrir liðlega fimmtíu árum. Það rifjaðist upp á sumardaginn fyrsta. Í veðurblíðunni sem alla undraði. Við náttúrubörnin höfum eytt nokkrum dögum með nefið ofan í jörðinni á litla landskikanum okkar uppi í Borgarfirði og hlakkað til sumarsins. Fuglarnir fylltu móana og sungu hundrað raddað fyrir okkur í kaffihléunum. Dýrðarinnar tónverk og dirrindí.

Lesa áfram„Gaman er í dag“

Ágæti Guð

Maður nokkur fór með bæn. Hann sagði: „Ágæti Guð, þakka þér fyrir þennan efnilega dag…“ Ég er enn að reyna að setja mig í spor mannsins. Tekst það ekki. Hef þó heyrt margt undarlegt orðalag í bænum fólks um ævina. Á nokkuð auðvelt með að skilja tilraunir „fátækra í anda” til að tala við Guð. Þeir hafa yfirleitt svipuð viðmið og Jóhannes skírari, sem sagði við lærisveina sína um frelsarann: „Hann á að vaxa, en ég að minnka.”

Lesa áfram„Ágæti Guð“

Tveir menn ferðast í lest

Tveir menn sátu saman í járnbrautarlest í Frakklandi. Eldri farþeginn hafði Biblíuna sína opna og las frásöguna af brauðunum fimm og fiskunum tveim. Yngri maðurinn spurði þann eldri, forvitinn: „Fyrirgefðu herra, leyfist mér að spyrja hvort þú trúir þessari sögu, eða ertu bara að lesa hana?“ „Ég trúi henni,“ svaraði sá eldri, „gerir þú það ekki?“

Lesa áfram„Tveir menn ferðast í lest“

Rítalín

Lyfið Rítalín hefur verið í umræðunni undanfarið. Stjórnvöldum blöskrar hve margir peningar fara í lyfið. En þeim blöskrar nú svo margt. Nema eigin neysla og eyðsla. Rítalín er lyf sem ofvirkum er gefið. Bæði börnum og fullorðnum. Og léttgeggjuðum. Lærði þetta orð fyrir tuttugu árum síðan. Það var notað til að lýsa einum kennaranna á flugnámskeiði sem ég sótti.

Lesa áfram„Rítalín“