Máttur himins og jarðar

Sú saga gekk fyrir ótal árum að bónda nokkrum hafi verið sagt frá því að hægt væri að sá síldarhrognum í valinn jarðveg og upp mundi koma margföld uppskera. Fylgdi sögunni að bóndinn hafi plægt og herfað dálítið svæði ofan við bæinn sinn og búið til sáningar á hrognum. Flestum þótti sagan fyndin og bóndinn einfaldur. En um haustið brá svo við að garður bóndans var þakinn grönnum greinum sem stóðu upp úr jörðinni og á hverri grein voru tvær til þrjár síldar sem glitruðu í sólarljósinu. Bóndinn hafði þá leikið á nágrannana.

Lesa áfram„Máttur himins og jarðar“