Gaman er í dag

Þannig segir í ljóðinu sem við sungum í söngtímum hjá Jóni Ísleifssyni í Melaskólanum fyrir liðlega fimmtíu árum. Það rifjaðist upp á sumardaginn fyrsta. Í veðurblíðunni sem alla undraði. Við náttúrubörnin höfum eytt nokkrum dögum með nefið ofan í jörðinni á litla landskikanum okkar uppi í Borgarfirði og hlakkað til sumarsins. Fuglarnir fylltu móana og sungu hundrað raddað fyrir okkur í kaffihléunum. Dýrðarinnar tónverk og dirrindí.

Lesa áfram„Gaman er í dag“