Saga sturlunar

Eftir að hafa fylgst með sjónvarpi á mánudagskvöldinu, allt frá fréttum og Kastljósi til enda eldhúsdagsumræðnanna (svissað stöku sinum á ritstjórana í Íslandi í dag) kom upp í hugann heiti bókarkafla nokkurs, Saga sturlunar, sem er að finna í þeirri ágætu bók Útisetri. Ekki er með auðveldu móti hægt að skilgreina tal og framkomu stjórnarandstöðunnar í umræðunum öðruvísi en að í hugann komi grunur um jafnvægisröskun og sjúklegt hatur. Óheilbrigði sem ekki ættu að sjást á hinu háa Alþingi.

Lesa áfram„Saga sturlunar“

Söngtöfrar

Karlakór St. Basil dómkirkjunnar í Moskvu hélt tónleika í Hallgrímskirkju í gær fyrir troðfullu húsi. Áhugi á söng þeirra var greinilega mikill því þegar klukkan hálf fimm var kirkjan næstum fullsetin. Þeir sem komu eftir það máttu sætta sig við að dúsa á bak við súlur þar sem hljómurinn skilar sér engan veginn nógu vel. En hvað sem því líður þá var þetta stórkostlegur konsert.

Lesa áfram„Söngtöfrar“

Skítleg hjörl

Sagan endurtekur sig. Grófur og ruddalegur talsmáti flettir ofan af mönnum og sýnir inn í hugarfylgsni þeirra. Jafnvel manna sem maður hafði tilhneigingu til bera nokkra virðingu fyrir. Þannig hefur þetta verið alla mína ævi. Sorglegast er að sjá sömu framkomu á hinu háa alþingi Íslendinga og maður sér á meðal ræktunarlítilla utangarðsmanna sem stundum tjá sig með því að hrækja á náungann.

Gaspur og illyrði eru ekki siðir vandaðra manna. Ósjálfrátt hættir maður að taka mark á þeim sem tjá sig á þann hátt. Og reynir að sneiða hjá þeim. Máltækið segir og að það „bylji mest í tómri tunnu.“ Það er dapurlegt að sjá söguna endurtaka sig. Sjá trompeta stjórnmálaflokka geysast agalaust inn á heimili landsmanna, í gegnum ljósvakamiðla, og ausa remmunni yfir þau.

Minnumst orðanna: „Af gnægð hjartans mælir munnurinn.“

Lokaprófið

Hún heitir Þuríður Guðmundsdóttir. Er frá Sámsstöðum í Hvítársíðu. Hún yrkir ljóð. Í ljóðum hennar er tónn. Í tóninum dulúð. Dulúð. Langt að komin. Maður þagnar við. Hlustar. Skynjar. Grunar. Finnur fyrir honum. Kannast við hann. Tekur ofan. Lýtur. Minnist.

Lesa áfram„Lokaprófið“

Biluð heimasíða

Þeir hjá Heimsneti.is hafa hýst heimasíðuna mína frá upphafi hennar. Það hefur að meðaltali gengið vel. Í síðustu viku brá þó til hins verra. Nánar tiltekið mánudaginn 3. maí. Þá var eins og lífsstrengurinn til síðunnar slitnaði. Hún hætti að taka við pistlum og hætti að telja heimsóknir og var öll hin erfiðasta. Þegar hringt var í hýslana sögðu þeir að fyrirtækið Og Vodafone, sem hafði yfirtekið Heimsnet.is fyrir nokkru, hefði skipt um eða endurnýjað vélar og þá hefðu sumar tölvur ekki sömu formerki og nýju tækin þeirra.

Lesa áfram„Biluð heimasíða“

Fjölmiðlar og traust

Upp í hugann kemur, á þessum dögum, minning úr æsku. Hvernig hvein í rafmagnslínunum í norðanátt, í sveitinni í gamla daga. Nánar tiltekið við bæinn Svarfhól í Stafholtstungum. Og Siggi símastaur, þroskaheftur maður sem var vistaður þar, fór út á bæjarhólinn, lagðist á jörðina og þrýsti eyra upp að staurnum og talaði í staurinn. Stundum langtímum saman. Oftast talaði hann við mömmu sína sem átti heima á vestfjörðum. Siggi kvartaði gjarnan í staurinn yfir hlutskipti sínu og talaði illa um húsbændurna. Svo þegar ég spurði hann hvað væri að frétta af mömmu hans, laug hann að mér í langan tíma. Heilu sögunum. Og ég lærði að trúa ekki orði sem hann sagði.

Lesa áfram„Fjölmiðlar og traust“