Saga sturlunar

Eftir að hafa fylgst með sjónvarpi á mánudagskvöldinu, allt frá fréttum og Kastljósi til enda eldhúsdagsumræðnanna (svissað stöku sinum á ritstjórana í Íslandi í dag) kom upp í hugann heiti bókarkafla nokkurs, Saga sturlunar, sem er að finna í þeirri ágætu bók Útisetri. Ekki er með auðveldu móti hægt að skilgreina tal og framkomu stjórnarandstöðunnar í umræðunum öðruvísi en að í hugann komi grunur um jafnvægisröskun og sjúklegt hatur. Óheilbrigði sem ekki ættu að sjást á hinu háa Alþingi.

Lesa áfram„Saga sturlunar“