Segðu mér Sókrates

Það linnir aldrei aðdáun minni á gáfuðu fólki. Svo að ég nú tali ekki um ef það er einnig vel menntað. En bæði þessi hugtök, „gáfað” og „menntað”, eru þó að sjálfsögðu afstæð. Og þótt ég hafi einhverja skoðun á því hvað sé að vera gáfaður eða og menntaður, þá má ég alveg eins reikna með því að skoðun mín sé óáreiðanleg og byggð á sandi. Því ég er hvorki gáfaður né menntaður. Það er þess vegna ekki svo auðvelt að treysta eigin skoðunum

Lesa áfram„Segðu mér Sókrates“

Á svona morgni

Það blasti við. Ekki um margt að velja. Nema að skila auðu. Í því felst ákveðin tjáning. Það er samt sorglegt. Embættið sem ætti að vera hvítt er nú orðið rautt. Og þar með komið niður á leðjuvöllinn. Maður finnur sig forsetalausan. Breytir svo sem ekki miklu. Það hefði samt lyft hjarta manns á hátíðarstundum að hafa í embættinu mann sem vekti með manni virðingu.

Lesa áfram„Á svona morgni“

Opinberir starfsmenn

Mér hafði verið gert að mæta á skrifstofu sýslumanns klukkan 14:24. Skrifstofan er á þriðju hæð. Gaf mig fram við símastúlku 14:15. Hún bauð mér að setjast. Var kallaður inn til fulltrúa á slaginu 14:24. Fulltrúinn er kona. Stór og myndarleg kona. Ég sagði til nafns. Hún bauð sæti. Hvarf síðan ofan í blaðabakka og leitaði að pappírum. „Hérna er þetta,” sagði hún og rétti sig upp.

Lesa áfram„Opinberir starfsmenn“

House of Sand and Fog

Eftir pistilinn um opinbera andskota 13. júní s.l. barst mér ábending um kvikmynd eina sem nýlega var sýnd í kvikmyndahúsum og fjallar um mistök hins opinbera í innheimtumálum og vanmátt borgaranna gagnvart kerfinu. Segir myndin frá átakanlegum atburðum sem urðu í kjölfar innheimtuaðgerða kerfisins. Innheimtauaðgerða sem áttu enga stoð í raunveruleikanum.

Lesa áfram„House of Sand and Fog“

Opinberir andskotar

Þau valda ævinlega uppnámi í kjarklitlu verkamannshjarta mínu, bréfin sem hið opinbera sendir mér. Ég fer strax í vörn og blóðþrýstingurinn hækkar. Við vorum svo lítilsigld verkamannabörnin á Grímsstaðaholtinu í gamla daga, að við bjuggumst einatt við því versta í öllum samskiptum við hið opinbera. Ástæðan væntanlega verið sú að tekjur nægðu aldrei fyrir þörfum heimilanna og því ýmis gjöld látin sitja á hakanum, í þeirri von að úr rættist seinna. Sem aldrei varð. Og orðalag og framkoma hins opinbera iðulega full af hroka og fjandskap.

Lesa áfram„Opinberir andskotar“

Hafragrautur og lýðskrum

Það var einu sinni vaktmaður. Hann átti að sjá um morgunmat. Meðal annars átti hann að elda hafragraut. Dag einn var hann spurður hvað hann syði haframjölið lengi. Hann svaraði að bragði. „Sjö til átta mínútur.” Þá var hann spurður: „Hefur þú lesið leiðbeiningarnar á pökkunum?” „Nei, ég þarf þess ekki. Ég hef eldað hafragraut alla ævi. Verið kokkur víða.” „En værir þú til í að lesa leiðbeiningarnar á pökkunum?” var hann spurður aftur. Þá brást hann hinn versti við. Stóð upp og tók að hrópa.

Lesa áfram„Hafragrautur og lýðskrum“

Að teygja ilminn

Það hefur verið mikið að gera hjá okkur Ástu síðustu helgar. Við höfum verið upptekin við að smíða lítið hús uppi í Borgarfirði. Vegna vanefna höfum við orðið að spara iðnaðarmenn til þess að hafa von um að kofatetrinu ljúki. Hann var reyndar svo ósvífinn sá sem teiknaði rafmagnið í kofann að kalla hann „skúrinn.” Ekki var reikningurinn frá honum í hlutfalli við það.

Lesa áfram„Að teygja ilminn“

Við litum til baka

Orðalag getur verið vandmeðfarið. Þannig hefur það ólíka þýðingu í mismunandi hópum fólks. Þannig er til dæmis með skugga. Á Íslandi er skuggi stundum neikvætt hugtak. Lýsir svæði eða stað þar sem birtan nær ekki til. Sólar nýtur ekki. Þar er og minni hlýja. Menn færa sig því úr skugganum þangað sem sólin skín. Í heitu landi er skugginn hlíf fyrir sólarhitanum. Menn færa sig inn í skuggann til að flýja hitann.

Lesa áfram„Við litum til baka“