House of Sand and Fog

Eftir pistilinn um opinbera andskota 13. júní s.l. barst mér ábending um kvikmynd eina sem nýlega var sýnd í kvikmyndahúsum og fjallar um mistök hins opinbera í innheimtumálum og vanmátt borgaranna gagnvart kerfinu. Segir myndin frá átakanlegum atburðum sem urðu í kjölfar innheimtuaðgerða kerfisins. Innheimtauaðgerða sem áttu enga stoð í raunveruleikanum.

Ásta kom heim með myndina á VHS spólu eitt kvöldið. Við horfðum agndofa á hvernig embættishroki braut niður tilveru þriggja fjölskyldna sem komu við sögu. House of sand and fog, heitir myndin. Hefur hlotið fjórar stjörnur. Í aðalhlutverkum eru meðal annarra: Jennifer Connelly, Ben Kingsley, Ron Eldard, Franses Fisher. Þau Jennifer Connelly og Ben Kingsley skila hlutverkum sínum með glæsibrag og skilja eftir sterka mynd hjá áhorfendum.

Leyfi ég mér að hvetja fólk til að sjá myndina. Það er afar lærdómsríkt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.