Fjölmiðlar og traust

Upp í hugann kemur, á þessum dögum, minning úr æsku. Hvernig hvein í rafmagnslínunum í norðanátt, í sveitinni í gamla daga. Nánar tiltekið við bæinn Svarfhól í Stafholtstungum. Og Siggi símastaur, þroskaheftur maður sem var vistaður þar, fór út á bæjarhólinn, lagðist á jörðina og þrýsti eyra upp að staurnum og talaði í staurinn. Stundum langtímum saman. Oftast talaði hann við mömmu sína sem átti heima á vestfjörðum. Siggi kvartaði gjarnan í staurinn yfir hlutskipti sínu og talaði illa um húsbændurna. Svo þegar ég spurði hann hvað væri að frétta af mömmu hans, laug hann að mér í langan tíma. Heilu sögunum. Og ég lærði að trúa ekki orði sem hann sagði.

Lesa áfram„Fjölmiðlar og traust“