Schroeder og Lucy

Ein teiknimyndasagan af Smáfólki, sýnir Schroeder með hljómplötu með fjórðu sinfóníu Brahms. „Hvað ætlar þú að gera við þetta?” spurði Lucy. „Hlusta á það,” svaraði Schroeder. „Áttu við að þú ætlir að dansa eða syngja eða dilla þér eftir því?” spurði Lucy. „Nei, ég ætla bara að hlusta,” sagði Schroeder. „Heimskulegasta sem ég hef heyrt,” sagði Lucy.

Mörgum finnst erfitt að hlusta. Þeim finnst þeir verði að GERA eitthvað. En röddin sem kom frá himni sagði ekki: „Þetta er sonur minn, dansið við hann,” né sagði hún „þetta er sonur minn, gasprið um hann.” Hún sagði einfaldlega: „Þessi er minn elskaði sonur, hlýðið á hann.” Mk. 9. Og menn geta spurt sjálfa sig hvernig þeim gangi það.

Til er á ensku vísa sem segir nokkurn veginn svona:

Gömul vitur ugla sat á eik,
því fleira sem hún sá því minna talaði hún.
Því minna sem hún talaði, því fleira heyrði hún.
Gætum við ekki lært af henni?

Höf. Edward Hersey Richards

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.