Hraðferð um Snæfellsnes

Við ákváðum að treysta á loftvogina sem var hægt hækkandi og ókum um Snæfellsnes. Rangsælis. Tókum daginn nokkuð snemma. Það var skýjað í upphafi ferðar. En það er þægilegt í bíl. Og litir jarðar dýpri. Eftir kaffibolla við „brúarsporðinn”, Shellskálann í Borgarnesi, héldum við vestur Mýrar eins og leið liggur. Sáum sólskin framundan.

Lesa áfram„Hraðferð um Snæfellsnes“