Með nesti og nýjan prímus

Hann var svo einstaklega ljúfur morguninn. Umferðin háttvís á níunda tímanum. Reykjavíkurtjörn spegilslétt eins og rjómi. Græni liturinn í laufi trjáa djúpur og fullur af lífi. Úrkoma á mörkum súldar og regns. Mikið getur regn, í logni og heitu lofti, verið yndislegt. Og mikilvægi vatnsins auglýsir sig við hvert fótmál manns á mótum malbiks og gróðurs.

Lesa áfram„Með nesti og nýjan prímus“

Reyndu aftur

Lítil stúlka sýndi mikla færni á skautum. Hún var spurð að því hvernig hún hefði lært að skauta svona vel. Svar hennar var stutt og laggott: „Einfaldlega með því að rísa á fætur í hvert sinn sem ég datt.” Það býr lífsviska í svari stúlkunnar. Framför manna byggist á því að reyna aftur í hvert sinn sem þeim mistekst. Þannig lærðu menn að ganga í bernsku og þannig er með flest sem þeir taka sér fyrir hendur.

Lesa áfram„Reyndu aftur“