Reyndu aftur

Lítil stúlka sýndi mikla færni á skautum. Hún var spurð að því hvernig hún hefði lært að skauta svona vel. Svar hennar var stutt og laggott: „Einfaldlega með því að rísa á fætur í hvert sinn sem ég datt.” Það býr lífsviska í svari stúlkunnar. Framför manna byggist á því að reyna aftur í hvert sinn sem þeim mistekst. Þannig lærðu menn að ganga í bernsku og þannig er með flest sem þeir taka sér fyrir hendur.

Þegar sjúklingur leitar læknis við veikindum sínum verður hann að koma til læknisins aftur og aftur til að ljúka meðferð og ná fullum bata. Það er því dálítið undarlegt að heyra af fólki sem leitar til bænarinnar við andlegum kvilla sínum að það skuli verða fyrir vonbrigðum ef það fær ekki lækningu samstundis. Og jafn undarlegt er að heyra af fólki sem heitir öðrum lækningu samstundis ef það komi í þessa eða hina samkomu þess.

Við lesum eftirfarandi í ritningunni: „Þeir koma nú til Betsaídu. Þar færa menn til Jesú blindan mann og biðja, að hann snerti hann. Hann tók í hönd hins blinda… ..lagði hendur yfir hann og spurði: „Sér þú nokkuð?” Maðurinn sá, en mjög óskýrt. „Þá lagði Jesús aftur hendur yfir augu hans, og nú sá hann skýrt og varð albata…” Mk. 8.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.