Og þar með var það útrætt

Í sjónvarpsfréttum í gær var sagt frá því og sýnt hvernig verið er að breyta kvennaskólanum í Varmalandi í Borgarfirði í hótel. Rifjaðist þá upp fyrir mér vorið 1948. Ég var ellefu ára sumarstrákur á Svarfhóli í Stafholtstungum. Þetta var fyrsta sumarið sem ég var fjarri fjölskyldu og vinum. Hafði á sumrum verið í hlýju umhverfi afa og ömmu á Kirkjulæk í Fljótshlíð og móðursystur minnar Ingileifu í Kollabæ í sömu sveit.

Lesa áfram„Og þar með var það útrætt“

My echo, my shadow, and me.

Önnur upprifjun frá afmælisdegi á ferð um Hvítársíðu, 29. september.
Fyrst þegar ég sá hana stóð hún upp við Aga eldavélina í eldhúsinu í gamla bænum á Gilsbakka. Hún var með heklað sjal yfir herðarnar og svuntu framan á sér. Bundið yfir hárið. Hún drakk kaffi úr afbrigðilegum bolla. Af hjartans lyst. Hélt um bollann með báðum höndum og horfði ofan í hann. Mér virtist hún innhverf og fremur þunglyndisleg. Ein af þessum sem ávarpar ekki ókunnuga að fyrra bragði. Hún var liðlega sextug þegar þetta var. Sjálfur var ég fjórtán ára. Sumarstrákur úr Reykjavík.

Lesa áfram„My echo, my shadow, and me.“

Grasekkillinn

Í nokkurra daga stöðu grasekkils í liðinni viku kom vel í ljós hvað bækur hafa mikið gildi. Já, bækur og lestur þeirra. Fyrsta morguninn þegar ég hafði notið þess að stripplast í íbúðinni og þreifa á einverunni og borða morgunmat fáklæddur, settist ég hjá bókunum mínum og tók að tala við þær.

Lesa áfram„Grasekkillinn“