STERKUR KRYDDILMUR Í LOFTINU

Leigubíllinn hafði bara ekið með okkur tvær þrjár mínútur þegar hann stoppaði og tók unga konu upp í. Ég skildi ekkert hvað bílstjórinn sagði. Hann ók konunni að húsi við hliðargötu í bænum. Litlu síðar stoppaði hann aftur og fór inn í hús. Við biðum í bílnum. Þegar hann kom til baka skildist mér á honum að hann hefði farið í kaffi. Eftir það ók hann svo upp fjallið og að klaustrinu þar sem við borguðum og hann fór til baka.

Lesa áfram„STERKUR KRYDDILMUR Í LOFTINU“

HVAÐ ER HEIM?

Vinur minn á Fésinu, Jónatan Hermannsson, skrifar fallega og tregablandna hugleiðingu á síðu sína í morgun. Í framhaldi af henni rifjaðist upp fyrir mér atvik í Lyfjaveri í síðustu viku. Við vorum þarna nokkrir gamlir karlar og líklega tvær konur á miðjum aldri.

Lesa áfram„HVAÐ ER HEIM?“

Það sem skiptir mestu máli.

Það komst einhver vísindanefnd að því fyrir skömmu að því fleiri afmælisdaga sem fólk ætti því eldra yrði það. Og sem einn af þessu gamla fólki lifði ég einn afmælisdaginn í gær. Fékk einhver býsn af fallegum kveðjum hér á Fésinu og þakka ég einlæglega fyrir þær. Það er nefnilega svo að þær ylja verulega lúnum hjörtum.

Jam Session

Við gengum niður eftir strætinu. Komum að lítilli auglýsingu í glerskáp. Það var jam session. Við litum inn af rælni. Fremur lítill salur. Talsvert af fólki og hljómsveit að koma sér fyrir á palli. Meðlimir hljómsveitarinnar í sínum daglegu jakkafötum, fólk um fertugt, fimmtugt, hversdagslegt og tilgerðarlaust. Þau stilltu hljóðfærin. Stemningin vafðist um okkur og við tókum sæti. Setið var við flest borð. Sumir, heimamenn, nikkuðu til okkar. Meðalaldur yfir fimmtugu. Kannski voru allir heimamenn.

Lesa áfram„Jam Session“

Snittubrauð

Það er sáraeinfalt erindi að fara í bakarí. Það vita flestir. Ég hafði áætlað að elda súpu með humri sem okkur var gefin. Og fór í bakarí til að kaupa snittubrauð. Þar var ös. Í biðröðinni skimaði ég um. Kaffihorn er þarna og sátu þar tíu karlar við borð og ræddu málin. Ábúðarmiklir menn. Flestir yngri en ég

Lesa áfram„Snittubrauð“

Þrjú þúsund bílastæði

Alla ævi hafði ég þekkt hann, svo til. Alveg frá því að við ókum saltfiski til kvennanna sem vöskuðu hann. Það var vestur á Harðræðisholti, minnir að verkunarhúsið héti Baldursheimar. Þarna lærðum við grófan orðaforða af eldri konunum. Þær voru gegnblautar með hvítar gúmmí svuntur og gusugangurinn mikill. Í dagslok voru þær uppgefnar og þöglar. Kjöguðu eins og þústir heim á leið í slyddu og slubbi. Við höfðum samúð með þeim.

Lesa áfram„Þrjú þúsund bílastæði“

Ich spreche nicht Deutsch

Þegar ég kom út í morgun í þetta yndislega mjúka veður, þokusúld og stafalogn og húsin í grenndinni dulúðug og trén og tækin á leikvellinum, þá andaði ég að mér þessari blessun sem felst í slíkum morgnum og hélt niðri í mér. Og andvarpaði í einskonar aðdáun, eða hvernig ég á að orða það. Flaug í huga minn titill á bók eftir Francoise Sagan, ,,Dáið þér bRahms“? Hefði því getað sagt við næsta mann, ef það hefði verið nokkur næsti maður: ,,Dáið þér svona morgna?“

Lesa áfram„Ich spreche nicht Deutsch“