Við Horngluggann 23.07.18

Við fórum yfir atburði liðinnar viku. Mjúklega. Áttum afar góða daga með birkinu okkar og lerkinu og öspunum og furunum og elrinu. Öll hafa þau dafnað afar vel í vætutíðinni. Og paddan haldið sig neðan jarðar.

Hvað viðburði á landsvísu varðar erum við sammála um eitt atvik frá klúbbfundinum á Þingvöllum, en það var þegar forsetafrú vor, Eliza Reid, tók um hendur maka síns, forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, til að ylja honum. Eina kærleikstáknið. Eina mannvináttutáknið.

Allt hitt minnti á ryk sem varir stutta stund og fellur svo til jarðar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.