Það sem skiptir mestu máli.

Það komst einhver vísindanefnd að því fyrir skömmu að því fleiri afmælisdaga sem fólk ætti því eldra yrði það. Og sem einn af þessu gamla fólki lifði ég einn afmælisdaginn í gær. Fékk einhver býsn af fallegum kveðjum hér á Fésinu og þakka ég einlæglega fyrir þær. Það er nefnilega svo að þær ylja verulega lúnum hjörtum.