Og lífið skiptir um lit

Þeir voru með það gárungarnir, þegar við Ásta fluttum á póstsvæði 201 Kópavogur, að það væri á dreifbýlissvæði, ofar snjólínu. Svo glottu þeir. Búa sjálfir, í huganum, niðri á sléttum, skulum við ætla. Þeir skildu ekki að við vorum komin að þeim bæjarmörkum þar sem borgarysnum lýkur. Og unum afskaplega glöð við okkar hag.

Lesa áfram„Og lífið skiptir um lit“

Munkarnir þrír

Einsetumennirnir þrír er lítil frásaga eftir rússneska rithöfundinn Leo Tolstoy. Hún fjallar um þrjá einfalda munka sem bjuggu á afskekktri eyju. Eftir því sem höfundur sögunnar segir, gerðust stundum kraftaverk á bænastundum munkanna. Ein aðalbæn þeirra var svona: „Við erum þrír, þú ert þrír, miskunna þú oss.”

Lesa áfram„Munkarnir þrír“

Hið góða sjálft

[01/01/03 — 14:31]
Vinakveðja. Vina-nýárskveðja. „Þér eruð vinir mínir,” sagði Kristur við lærisveina sína. Ég man hvernig setningin verkaði á mig þegar ég las hana fyrst. Hún var fjarlæg. Ópersónuleg. Svo varð einhver þróun. Kristur kom nær. Varð persónulegur. Og orð hans einnig. „Þér eruð vinir mínir,” breyttist í „þú líka, ert vinur minn.” Þessi þróun sem varð, gjörbreytti lífi mínu.

Lesa áfram„Hið góða sjálft“