Nú fara menn að hressast

Nú fara menn að hressast. Dalurinn kominn í 120. kr. Þá fær maður von um að geta bráðlega aftur keypt bækur á Amazon. Ég hætti þegar dalurinn fór í 90 krónur. Það verður ánægjulegt að vita af möguleikanum þótt lítið sé um skotsilfur. Svo er í öllu falli hægt að velta því fyrir sér, á netinu, hvaða bækur gaman væri að eignast.

Lesa áfram„Nú fara menn að hressast“

Orð, efni og unaður

Nú hvolfist flóðið yfir þjóðina. Stórir brimskaflar. Bækur. Orð. Hugsanir. Milljónir orða. Ofan í brimskafla krepputalsins. Það er mikil ágjöf um þessar mundir. Samt að verða komið nóg af krepputali. Meiri hluti þess froða. Tölum því um bækur. Næstu vikur að minnsta kosti.

Lesa áfram„Orð, efni og unaður“

Um hvað yrði kosið?

Það var kisulórusvipur á Steingrími Joð í fréttunum í gærkvöldi þegar hann var spurður um viðhorf sitt til þess að VG mældist stærsti stjórnmálaflokkurinn á landinu. Mig minnir að hann hafi svarað: „Það er auðvitað ánægjulegt. Við eigum inni fyrir þessu.“

Lesa áfram„Um hvað yrði kosið?“

Hjartahnoð á Mogganum

Mikið mundi ég sakna Moggans. Hef lesið hann í meira en sextíu ár. Í augum mínum hefur hann alla tíð verið kletturinn í blaðaheiminum. Ritstjórar hans og margir mætir blaðamenn í gegnum tíðina menn sem maður treysti. Ég hef ekki sömu tilfinningu fyrir þeim sem skrifa blaðið núna. Enda eigendahópurinn öðruvísi samansettur.

Lesa áfram„Hjartahnoð á Mogganum“

Messa, Silfur og Heinrich Böll

Messa. Við fórum í Hallgrímskirkju í morgun. Ellefu messu. Hjónin. Það var sæmileg kirkjusókn. Hörður Áskelsson benti mér á að Messias eftir Händel yrði flutt á nýársdag. Það var vingjarnlegt. Krakkar kveiktu á fyrsta aðventukerti. Baukar gengu til að safna fyrir Hjálparstarfi kirkjunnar. Ekki veitir af. Í lok prédikunar fór biskupinn með bæn og blessun. Meðal annars bað hann fyrir stjórnvöldum. Það er biblíulegt og gladdi mig: „Elskið óvini yðar.“

Lesa áfram„Messa, Silfur og Heinrich Böll“

Jólafasta í skugga kreppu

Það er einskonar hátíðisdagur hjá mér í dag. Frú Ásta er að setja jólin upp í fimmtugasta sinn í lífi okkar. Henni hefur alltaf tekist að fá hýbýlin til að ljóma um jól. Hvar sem við vorum stödd í tilverunni. Snauð eða minna snauð. Við vorum aldrei rík. Erum ekki rík. Hún tapaði einhverjum krónum í matador víkinganna. Ég átti engar.

Lesa áfram„Jólafasta í skugga kreppu“

Riddarar Moggans og Jóhanna Sigurðardóttir

Það vekur spurningar að lesa Staksteina dagsins um riddaratign Jóhönnu Sigurðardóttur. Höfundurinn hnýtir í hana fyrir of mikinn einleik og ráðleggur henni að láta af og rekast betur. En það er einmitt það sem ég hef alltaf kviðið fyrir með viðleitni Jóhönnu til að hlúa að lakar settu fólki, að hún hefði ekki stuðning meirihluta ríkisstjórnarinnar.

Lesa áfram„Riddarar Moggans og Jóhanna Sigurðardóttir“